top of page
About Us

Velkominn

Húðflúrstofan Valkyrie er staðsett í miðbæ Reykjavíkur og hefur öll tilskilin leyfi.
Hjá okkur starfa listamenn með fjölbreytt sérsvið og við leggjum áherslu á að sýna öllum viðskiptavinum okkar virðingu og hlýju. Við sinnum öllum verkefnum, stórum og smáum, og leggjum einurð og ástríðu í öll okkar verk til að tryggja viðskiptavinum okkar bestu húðflúr sem völ er á.
Við hlökkum til að taka á móti ykkur!
Tattoo Equipment
Teachers

Listamenn

IMG_5260.webp
Melissa
 • Instagram

Melissa is the owner of Valkyrie and has been tattooing since 2005.

She is experienced with many styles but her main focus is fine line floral and botanical, geometric and dotwork. 

She is experienced with tattoo coverups and tattooing over scars. 

Sjá Meira
IMG_5260.webp
29740244_1912137385763029_58538438781546
Hertha
 • Instagram
Rakel
 • Instagram

Sjá Meira
IMG_5260.webp
Karítas
 • Instagram
 • Instagram

Listamenn

Húðflúrstofan Valkyrie er staðsett í Reykjavík og hefur öll tilskilin leyfi. Við leggjum ofuráherslu á hreinlæti og fagmennsku. Listamennirnir okkar leggja sig alla fram til að tryggja viðskiptavinum sínum vellíðan og virðingu á meðan sköpunarferlið stendur yfir.

 

Við hlökkum til að hitta ykkur!

unnamed.jpg
Melissa
 • Instagram

Melissa er eigandi Valkyrie, og hún byrjaði fyrst að flúra árið 2005. Hún er fær í margskonar stíl en hún hefur sérstaklega tileinkað sér fineline blóm, geometric og dotwork. Hún hefur mikla reynslu af því að gera coverup yfir gömul flúr og að flúra yfir ör.

Me.jpg
Dísa
 • Instagram

Dísa byrjaði hjá Valkyrie í janúar 2022 undir leiðsögn Melissu og er núna full starfandi húðflúrari. Dísa útskrifaðist af listnámsbraut frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti 2016 og hefur verið að teikna bæði fyrir sig ásamt því að hafa gert verkefni fyrir aðra. Dísa hefur mjög gaman af litríkum hönnunum og fantasíu, teiknimyndum/anime og einnig illustrative stíl, ef það passar við þína hugmynd þá er Dísa flúrarinn fyrir þig.

IMG_20230907_102437_797.jpg
Martyn
 • Instagram

Martyn hefur verið að flúra síðan mars 2023 sem lærlingur undir leiðsögn Melissu. Hans stíll einkennist aðalega af "blackwork" trjáskurðar tattoo stíl og þá helst hauskúpur og bein.

951B02AF-810A-421F-A343-AEFAF9298E97.jpe
Íris 
 • Instagram

Íris hefur verið að flúra síðan 2019.

Hún sérhæfir sig í american traditional en hefur einnig verið að gera neo traditional. Hefur góða kunnáttu á svarthvítu og litríkum myndum.

untitled-2729.jpg
Haraldur 
 • Instagram

Haraldur “Halli” hefur verið að flúra síðan janúar 2021. Hann er með diplómu í Teikningu og BA í animation frá Leeds Arts University. Halli er fjölhæfur listamaður og elskar að prufa nýja stíla og að gera custom hannanir eftir óskum. Stílar sem Halli flúrar í eru allt frá litríkum cartoony hönnunum, tölvuleikjum, traditional japanese, traditional american, goðafræði og dýr. Hann er líka opinn fyrir því að prufa realism. Halli vinnur bæði í litum og blackwork.

IMG_8828_edited_edited.jpg
Karítas
 • Instagram

Karítas hefur verið að flúra síðan byrjun 2021. Hún er lærður myndskreytir og fjölfær teiknari. Karítas notar færni sína sem myndskreytir í að færa allskonar hugmyndir yfir í einstök tattoo. Karítas er sterk í bæði litum og svörtu. Ef að töfrandi og stíleseruð tattú er þinn tebolli þá er Karítas flúrarinn þinn. 

IMG_0040_Original.jpg
Viktor
 • Instagram

Viktor hefur verið að flúra síðan snemma 2021. Hann sérhæfir sig í blackwork, en er opinn fyrir öðrum stílum.

unnamed (12).jpg
Nýa
 • Instagram

Nýa er nýji durturinn í stúdíóinu og byrjaði að læra undir Melissu sumarið 2023. Nýa hefur verið teiknandi síðan hán gat haldið á blýanti og útskrifaðist með B.A. próf í grafískri hönnun árið 2020 frá LHÍ. Nýa er þekkt fyrir að vera tillitsamt og helsta gildið háns er að öllum líði vel í stólnum, óháð kyni, aldri, uppruna og kynhneigðar. Nýa er ávallt opið fyrir nýjum hugmyndum!

Contact

Bókanir

Valkyrie Tattoo Studio
Fiskislóð 22, 101 Reykjavík
354-537-1900
valkyrietattooiceland@gmail.com

Vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi upplýsingar áður en þið pantið tíma:

 

~Hjá okkur fær enginn einstaklingur undir 18 ára húðflúr og á því eru ekki gerðar undantekningar.

~ Meðferð áfengis og vímuefna er bönnuð. Við sinnum ekki viðskiptavinum sem virðast vera undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. Ef þið mætið ekki allsgáð fellur tíminn niður án endurgreiðslu á staðfestingargjaldi.
~ Sendið okkur skilaboð ef þið viljið panta tíma, lýsið verkinu sem þið hafið í huga og takið fram stærð og staðsetningu. Látið fylgja með hvaða tími hentar ykkur best.Til þess að staðfesta tímann þarf að borga tryggingu. Tryggingin er 5.000kr á mann, sú upphæð gengur síðan uppí endanlegt verð á tattúinu sjálfu. Þú getur fengið trygginguna endurgreidda ef þú afbókar tímann með að minnsta kosti 48 tíma fyrirvara. 

Thanks for submitting!

bottom of page